Erlent

Rice fundar með Olmert

Mynd sem tekin var af Condoleezzu Rice og Ehud Olmert fyrir fund þeirra í morgun.
Mynd sem tekin var af Condoleezzu Rice og Ehud Olmert fyrir fund þeirra í morgun. MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir nú við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem en Rice er nú á ferð um Miðausturlönd til þess að reyna blása lífi í hinn svokallaða vegvísi til friðar.

Rice sagði fyrir för sína að hún kæmi ekki nýjar tillögur heldur myndi hún hlusta á og ræða við ráðamenn í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs um lausnir í deilu Palestínumanna og Ísraela. Rice átti í gær fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Abdullah konung Jórdaníu en í ferð sinni heimsækir hún einnig Egyptaland, Sádi-Arabíu og Kúveit.

Abbas útilokaði í gær að stofnað yrði einhvers konar bráðabirgðaríki Palestínu eins og Ísraelsmenn hafa lagt til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×