Enski boltinn

McClaren sendi Beckham til Ameríku

Wenger hefur sínar skoðanir á vesturför David Beckham
Wenger hefur sínar skoðanir á vesturför David Beckham NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur ákveðnar skoðanir á fyrirhuguðum vistaskiptum knattspyrnustjörnunnar David Beckham, en hann telur að ef leikmaðurinn hefði ekki misst sæti sitt í enska landsliðinu, hefði hann klárlega samið við lið í Evrópu.

"Eftir það sem hann lenti í hjá Manchester United og Real Madrid, held ég að hann hafi einfaldlega ekki treyst sér til að detta út úr náðinni hjá enn einu stórliðinu og því hafi hann ákveðið að breyta alveg til. Það kemur mér því ekki á óvart að hann hafi kosið að róa á ný mið.

Ég er viss um að hann hugsaði um að koma aftur til Englands í eitt eða tvö ár, en ég er líka viss um að 90% ákvörðunar hans að fara til Ameríku hafði með það að gera að hann missti sæti sitt í enska landsliðinu," sagði Wenger og bætti við að það væru háleit markmið hjá Beckham að ætla að hefja knattspyrnuna í nýjar hæðir í Bandaríkjunum.

"Ég held að það þurfi eitthvað sex, sjö eða tíu sinnum stærra en þetta til að koma knattspyrnunni í Bandaríkjunum á hærri stall. Einn leikmaður dugar þar hvergi. Ég snæddi nýlega með Youri Djorkaeff sem lék með liði Metrostars þar vestra og hann sagði mér að þessi deild væri langt fyrir neðan Evrópu í gæðum," sagði Wenger, en útilokaði þó ekki að Beckham gæti spjarað sig þó hann væri orðinn 31 árs.

"Hann hefur nú aldrei verið fljótur leikmaður en hann hefur gríðarlegt úthald. Sumir leikmenn eiga það til að detta aðeins niður í kring um þrítugt, en eiga svo mjög góð tvö eða þrjú ár fram að 34 ára aldri. Ég hef séð það margoft," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×