Enski boltinn

Ronaldo er besti leikmaður í heimi í dag

Ronaldo hefur verið í metformi í vetur og var í gær kosinn leikmaður mánaðarins annað skiptið í röð
Ronaldo hefur verið í metformi í vetur og var í gær kosinn leikmaður mánaðarins annað skiptið í röð NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United segir að enginn leikmaður í heiminum sé búinn að spila betur en Cristiano Ronaldo félagi hans undanfarnar vikur. Ronaldo er búinn að skora 12 mörk í deildinni í vetur og United hefur sex stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar.

"Frammistaða Ronaldo það sem af er vetri er ótrúleg. Hann er búinn að skora, leggja upp mörk og taka menn á sem aldrei fyrr í vetur og ég hef ekki séð nokkurn annan leika það eftir. Ég held að enginn annar leikmaður í heiminum hafi spilað svona vel í vetur og nú er bara að vona að hann nái að halda þessu áfram á síðari helmingi ársins - ég veit að hann getur það," sagði Scholes, sem er annars ekki yfirlýsingaglaðasti leikmaðurinn í ensku knattspyrnunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×