Erlent

Grikkir sprengdu bandaríska sendiráðið

Vinstrisinnaðir Grikkir sem kalla sig Byltingarliðarnir hafa lýst ábyrgð á hendur sér fyrir sprengjuárásina í Aþenu árla í morgun. Enginn særðist í sprengingunni í morgun þegar sprengu var varpað í gegnum rúðugler og sprakk hún inni á klósetti. Ekki eru miklar skemmdir á byggingunni heldur. Bandaríska sendiráðið er eitt þeirra húsa sem best er gætt í Aþenu og má búast við að frekar verði hert en slakað á öryggiskröfum nú.

Málið er rannsakað af hryðjuverkadeild grísku lögreglunnar.  

Ekki hefur verið ráðist á bandaríska sendiráðið í 10 ár. Morð og rán á erlendum embættismönnum voru hins vegar ekki sjaldgæf á árum áður þegar annar vinstrisinnaður hópur, 17. nóvember, lét til sín taka á Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×