Erlent

Mistókst að ráða al-Qaida liða af dögum

MYND/AP

Banaríkjamönnum mistókst að ráða þrjá háttsetta al-Qaida liða af dögum í Sómalíu með loftárásum í upphafi viku að því er AP-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni.

Loftárásir voru gerðar á mánudag og þriðjudag og er fullyrt að óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim. Leitin að al-Qaida liðunum heldur áfram þar sem talið er að þeir séu enn í Sómalíu. Þar í landi hefur verið róstursamt frá því að eþíópíski herinn réðst inn í landið um jólin til að koma íslamistum frá völdum. Forseti bráðabirgðastjórnarinnar átti í gær fund með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna um að friðargæslulið verði sent til landsins til að koma á lögum og reglu í landinu, en stríðsherra hafa meira og minna stjórnað því síðustu 15 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×