Erlent

Negroponte segir al-Qaida hafa höfuðstöðvar í Pakistan

John Negroponte er hér ásamt George Bush.
John Negroponte er hér ásamt George Bush. MYND/AP

John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, segir al-Qaida samtökin hafa fundið öruggt skjól í Pakistan og þar safni samtökin vopnum sínum.

Í skýrslugjöf frammi fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði Negroponte enn fremur að samtökin væru að styrkja sig í Miðausturlöndum, Norður-Afrku og Evrópu og væru enn þau samtök sem Bandaríkjamönnum stafaði mest ógn af. Fram kemur á fréttavef BBC að engin viðbrögð hafi komi frá pakistönskum stjórnvöldum við þessum yfirlýsingum Negropontes.

Talið er að al-Qaida liðar hafist við í fjalllendi á landamærum Pakistans og Afganistans sem er erfitt er að leita á og þar sé meðal annars að finna leiðtoga samtakanna, Osama Bin Laden og Ayman al-Zawahiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×