Enski boltinn

Allardyce stjóri mánaðarins

Sam Allardyce er stjóri desembermánaðar
Sam Allardyce er stjóri desembermánaðar NordicPhotos/GettyImages
Sam Allardyce hjá Bolton var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Allardyce vann Bolton fimm leiki í röð í desember og er nú komið í hörkubaráttu um sæti í Evrópukeppninni eftir slaka byrjun. Þetta er í fjórða skipti sem Allardyce er kjörinn stjóri mánaðarins síðan hann tók við Bolton árið 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×