Enski boltinn

Mourinho fær ekki að kaupa leikmenn

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho segist ekki ætla að selja einn einasta leikmann frá liði Chelsea í janúar því sér hafi verið bannað að styrkja hópinn. Hann hefði ætlað sér að kaupa sóknar- og varnarmann, en nú virðist vera komið upp vandamál í sambandi Mourinho og stjórnar félagsins.

"Ég hef tekið það fram hvaða leikmenn mig langar að fá til liðsins en þeir verða ekki keyptir. Ég er líka bara þjálfari liðsins - ég er ekki eigandi þess - og því verðum við að nota þann mannskap sem við höfum og ég á ekki von á því að hann breytist," sagði Portúgalinn sem hefur lent í miklum meiðslum með lykilmenn sína í vetur - í fyrsta sinn síðan hann tók við Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×