Erlent

Flokksbræður Bush ekki sannfærðir

Írakar í Basra horfa á George Bush Bandaríkjaforseta flytja ræðu sína í gær.
Írakar í Basra horfa á George Bush Bandaríkjaforseta flytja ræðu sína í gær. MYND/AP

Samflokksmenn Bush Bandaríkjaforseta virðast ekki að fullu sannfærðir um Íraksstefnu forsetans og ákvörðun hans að fjölga í herliði Bandaríkjamanna. Í gær höfðu allt í allt 7 öldungadeildarþingmenn repúblikana lýst því yfir að þeir styddu ekki fjölgun hermanna í Írak. Sumir höfðu jafnvel lýst andstöðu við stefnu flokksbróður síns úr ræðustóli þingsins.

Bush viðurkenndi í gær að stefna Bandaríkjamanna í Írak hafi verið mistök um leið og hann tilkynnti um að fjölga ætti í herliðinu um fleiri en 20 þúsund hermenn. Fyrir hafa Bandaríkjamenn yfir 150 þúsund hermenn í Írak.

Nýr leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni segist reyndar styðja fjölgun hermanna en hann rökstyður það með orðum sem forsetinn hefur líklega hugsað en ekki fengið sig til að segja. „Þetta er síðasta tækifærið til að sjá hvort við getum tryggt öryggið í Bagdad," segir Mitch McConnel. „Forsetinn (Bush) hefur gert íraska forsætisráðherranum (Nuri al-Maliki) ljóst að ef hann ekki stendur við loforðin um að brjóta á bak aftur trúartengdar vígasveitir, þá förum við heim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×