Enski boltinn

Luis Garcia spilar ekki meira í vetur

Garcia er úr leik næstu mánuði
Garcia er úr leik næstu mánuði NordicPhotos/GettyImages
Spánverjinn Luis Garcia hjá Liverpool verður ekki meira með liðinu á leiktíðinni eftir að hann sleit krossbönd í hné í leiknum gegn Arsenal í bikarnum í gær. Garcia getur ekki spilað fótbolta í amk 6 mánuði vegna þessa. Þá verður félagi hans Mark Gonzalez frá í um þrjár vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í sama leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×