Fótbolti

Ronny Johnsen íhugar að hætta

NordicPhotos/GettyImages
Norski varnarjaxlinn Ronny Johnsen er að íhuga að leggja skóna á hilluna ef marka má fréttir frá Svíþjóð í kvöld. Johnsen leikur með Árna Gauti Arasyni hjá Valerenga í Noregi, en fór ekki með liðinu í æfingabúðir á Kanaríeyjum sem standa nú yfir. Johnsen er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árum áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×