Erlent

Negroponte verði aðstoðarutan -ríkisráðherra Bandaríkjanna

Jonh Negroponte.
Jonh Negroponte. MYND/AP

John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, verður varautanríkisráðherra landsins og því staðgengill Condoleezzu Rice eftir því sem greint er frá á vef AFP-fréttastofunnar. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni í utanríkisráðuneytinu að tilkynnt verði um þetta síðar í vikunni.

Negroponte hefur hingað til sagt að hann yrði yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna þar til George Bush léti af störfum sem forseti eftir tvö ár, en því starfi hefur hann sinnt frá því í apríl árið 2005. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf þó að leggja blessun sína yfir það að Negroponte taki við starfinu en þar fara demókratar með völd nú og því ekki víst að hann fái staðfestingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×