Erlent

Tveir láta lífið í rútuslysi í Englandi

Tveir létust og fleiri en 20 særðust í rútuslysi í Englandi í nótt. Rútan var á leið sinni frá London til Heathrow en lenti á hálkubletti og valt. Tveir af þeim sem særðust voru börn.

Alls komu 20 sjúkrabílar, fimm slökkviliðsbílar, ein viðbragsðsveit lögreglu og átta læknar. 65 manns voru í rútunni og flestir að snúa heim á leið úr jólafríi í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×