Erlent

Lítið horft á nýja fréttastöð í Danmörku

Það blæs ekki byrlega fyrir nýstofnaðri fréttastöð í Danmörku, TV2 News, samkvæmt danska blaðinu B.T. Þar kemur fram að í síðustu viku ársins 2006 hafi mest 16 þúsund manns horft á stöðina en til samanburðar horfðu næstum því 900 þúsund manns á fréttir sjónvarpsstöðvarinnar TV2 klukkan sjö í síðustu viku síðasta árs.

Hins vegar hefur einn af fréttalesurum TV2 News ekki áhyggjur af áhorfinu og bendir á að menn hafi vitað stöðin fengi ekki sama áhorf og stöðvarnar sem nái um alla Danmörk. Þá hafi útsendingar stöðvarinnar aðeins staðið í mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×