Erlent

Kosið verður um hjónaband samkynhneigðra

Kjósendur í Massachusetts fá að kjósa um það í kosningunum 2008 hvort banna eigi hjónaband samkynhneigðra í eina fylki Bandaríkjanna þar sem það er nú leyfilegt. Þessi ákvörðun löggjafarþings fylkisins verður hins vegar endurskoðuð og er hugsanlegt að hætt verði við að leyfa kjósendum að ákveða.

Hundruð mótmælenda frá báðum hliðum stóðu fyrir utan þinghúsið þegar þingmennirnir kusu um hvort kjósa ætti um málið. Andstæðingar hjónabands samkynhneigðra, þeirra á meðal fulltrúar strangkristinna samtaka, fögnuðu þegar niðurstaðan var tilkynnt en forvígismenn fyrir réttindum samkynhneigðra sögðu að það gæti orðið stórslys fyrir fylkið.

"Fylkið myndi verða vitni að einni ljótustu og mest sundrandi pólitískum deilum sem sést nokkurn tíma hafa sést, þar sem peningar munu streyma inn frá öfgahægriöflum munu streyma inn og herferð gegn samkynhneigðum ólíkt öllu sem fólk hefur nokkurn tíma séð," sagði Arlene Issacson, varaformaður pólitískra samtaka homma og lesbía í Massachusetts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×