Innlent

Níu manns bjargað þegar skúta varð vélarvana

Björgunarsveitamenn koma áhöfn skútunnar til hjálpar.
Björgunarsveitamenn koma áhöfn skútunnar til hjálpar. Mynd/ Ahöfn á TF-SYN

Níu manns var bjargað eftir að skipstjóri lítillar skútu óskaði eftir hjálp Landhelgisgæslunnar þar sem skútan var vélarvana og með rifin segl. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði eftir aðstoð nærstaddra skipa um leið og hjálparbeiðnin barst. Varðskipið Týr var skammt undan og hélt strax á svæðið til aðstoðar skútunni.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni er skútan erlend og var á leið til Íslands. Léttbátur varðskipsins Týs hefur nú dregið skútuna inn í Keflavíkurhöfn. Allir úr áhöfninni eru heilir á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×