Erlent

Enginn augljós sigurvegari í Úkraínu

Forsetahjónin kjósa í kosningunum í dag.
Forsetahjónin kjósa í kosningunum í dag. MYND/AFP
Kjörstöðum hefur verið lokað í Úkraínu í þriðju þingkosningum í landinu á þremur árum. Útgönguspár segja engan afdráttarlausan sigurvegara. Þær sýna að flokkur forsetans Viktor Yushchenko hafi nauman meirihluta yfir flokki forsætisráðherrans Viktor Yanukovych. Blásið var til kosninganna til að leysa pólitíska deilu á milli mannanna tveggja. Verði úrslitin eins og útgönguspár gefa til kynna þarf að koma til samstarfs flokkanna tveggja segir Helen Fawkes fréttaritari BBC í Kiev. Sú staða kom upp í kosningunum á síðasta ári og kostaði margra mánaða ferli sem endaði með stjórnmálakreppu í landinu. Yushchenko er hallur undir Vesturlönd. Hann leiddi byltinguna árið 2004 til að reyna að koma enda á þá lokuðu stöðu sem uppi var milli hans og Yanukovych sem er hallur undir Rússland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×