Erlent

Aðalritari SÞ boðar til fundar um umhverfismál

Ban ki-moon nýskipaður aðalritari Sameinuðu þjóðanna leggur nú drög að neyðarfundi í september á þessu ári. Þar mun helstu þjóðhöfðingjum heims verða stefnt saman til að ræða þau umhverfisvandmál sem steðja að heimurinn og leita leiða til að fylgja ákvæðum Kyoto-bókunnarinnar um hækkum hitastigs jarðar.

Fundurinn er stærsta verkefni Ban ki-moon síðan hann tók við af Kofi Annan fyrsta janúar sl. og flýgur hann í næstu viku til Nairobi í Kenía til að skipuleggja fundinn frekar.

Fundurinn gæti reynst erfiður í framkvæmd því ólíklegt þykir að allir leiðtogarnir muni þekkjast boðið eða að þeim mistakist að uppfylla skilmála og vill Ban ki-mon ekki að fundurinn verði haldinn nema full þátttaka náist. Bush bandaríkjforseti þykir líklegastur til að afþakka boðið og ef svo færi minnka líkurnar á samkomulagi í mikilvægum málum talvert.

Ein leið til að auka þátttökuna væri að einblína á þjóðaröryggi hverrar þjóðar sem fælist í aðgerðum gegn hitastigsbreytingum. Achim Steiner yfirmaður umhverfisstofnunnar SÞ segir að hækkun hitastigs leiði til stirðari samkipta þjóða á milli vegna aukins fólksflutnings og samkeppnis um tekjulindir heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×