Erlent

"Bleika mjólkurvandamálið" leyst

Bónda á Jersey í Bretlandi brá heldur betur í brún þegar kýrnar hans fóru allt í einu að framleiða bleika mjólk. Í ljós kom að eftir að bóndinn Peter Houghuez fór að gefa þeim gulrætur með heyinu, litaðist mjólkin. Peter brá þá á það ráð að gefa þeim hvítar gulrætur í staðinn sem hann keypti frá Frakklandi. Í dagblaðinu Metro sagði bóndinn að kýrnar væru "brjálaðar í gulrætur." Hann sagði að hvítar gulrætur brögðuðust alveg eins vel og appelsínugular, og vandamálið væri úr sögunni.

Ian Johnson frá bændasamtökum Bretlands sagði að kúm væri gefin ýmis fæða, meðal annars lakkrís. Hann blætti við að bleik mjólk væri líklega hollari út af næringarefnunum frá gulrótunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×