Erlent

Vantar helming upp á friðargæslulið í Sómalíu

Eþíópísku hermennirnir eru á förum og sumir meira að segja farnir.
Eþíópísku hermennirnir eru á förum og sumir meira að segja farnir. MYND/AP

Fulltrúar ríkja Afríkusambandsins reyndu í dag að safna í friðargæslulið til að taka við af herliði Eþíópíumanna sem hjálpaði stjórnarher Sómalíu við að hrekja uppreisnarmenn á flótta. Markmiðið er að fá að lágmarki 8.000 hermenn til að gæta stöðugleikans í landinu en enn vantar helminginn upp á að það markmið náist.

Eþíópía segir að hlutverki sínu í Sómalíu sé lokið, nú verði aðrir að taka við. Hermenn Eþíópíu hafa einnig mætt óvild heimamanna, sérstaklega á þeim svæðum þar sem íslamskir uppreisnarmenn nutu vinsælda, og vilja þeir því losna burt sem fyrst.

Evrópusambandið segist munu leggja fjármagn til styrktar friðargæsluliðinu, alls 1,3 milljarða. Þetta fjármagn er þó bundið því skilyrði að stjórnvöld leggi sig fram um að ná til uppreisnarmanna Íslamska dómstólaráðsins, sem nú hafa flestir flúið landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×