Erlent

Handteknir fyrir ruslpóstsendingar

MYND/Getty
Tveir suðurkóreskir forritarar hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa sent út 1,6 milljarða af ruslbréfum á netföng samlanda sinna. Þetta brýtur í bága við verslunarlög landsins. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa selt netföng og persónuupplýsingar 12 þúsund Suður-Kóreumanna fyrir 7,3 milljónir íslenskra króna.

Mennirnir eru 20 og 26 ára og er gefið að sök að hafa sent bréfin frá september til desember á síðasta ári, í því sem lögregla lýsir sem verstu ruslpóstsárás í sögu landsins. Þeir eru grunaðir um að hafa safnað persónu- og bankaupplýsingum 12.000 manna sem svöruðu ruslbréfum þeirra og selt þær til auglýsingafyrirtækja og annarra áhugasamra aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×