Erlent

Manchester fær spilavítið

Frá Las Vegas. Ljósadýrðin er einkennandi.
Frá Las Vegas. Ljósadýrðin er einkennandi. MYND/Getty

Manchester hefur unnið keppnina um að fá að reisa fyrsta stóra spilavítið í Bretlandi, í anda spilaborgarinnar Las Vegas. Fréttirnar eru reiðarslag fyrir gímaldið Þúsaldarhöllina á suðurbakka Thames-árinnar í London og Blackpool-bæ sem einnig vildu hýsa spilavélar og peningaplokkara.

Cardiff, Glasgow, Newcastle og Sheffield höfðu einnig boðið fram aðstöðu.

Nýja spilavítið verður í það minnsta 5.000 fermetrar að flatarmáli og þar munu komast fyrir 1.250 spilavélar. Þá hefur spilavítanefndin opinbera einnig opinberað hvar megi byggja átta lítil spilavíti og átta til viðbótar af millistærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×