Hundar leita á heimavistum 17. mars 2007 08:45 Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira