Erlent

Þúsundir án rafmagns í Suður-Svíþjóð

Um 14 þúsund heimili eru án rafmagns í Suður-Svíþjóð eftir að óveður gekk þar yfir í gær. Mjög hvasst var á Skáni og í Suður-Svíþjóð og mældist vindhraðinn allt að 33 metrar á sekúndu í verstu hviðunum þannig að rafmagnstaurar og -línur gáfu eftir.

33 þúsund heimili voru án rafmagns þegar verst var en raforkufyrirtæki ræstu út hundruð starfsmanna til að gera við rafmagnslínur og koma rafmagni aftur á.

Þá voru tvær íbúðablokkir í Rödovre í Danmörku rýmdar í gær af ótta við þær þyldu hvassviðrið ekki. Blokkirnar eru 12 og 14 hæða en vegna byggingargalla var óttast að þær hryndu. Til stendur að rífa báðar blokkirnar vegna gallans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×