Enski boltinn

Chelsea ætlar að fara varlega með Cole

Ashley Cole
Ashley Cole NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho stjóri Chelsea, segir félagið ætla að fara mjög varlega með bakvörðinn Ashley Cole á næstu vikum eftir að varamaður hans Wayne Bridge meiddist á mjöðm og verður frá í tvo mánuði. Cole er sjálfur að stíga upp úr langvarandi meiðslum.

"Ashley er í augnablikinu eini vinstribakvörðurinn okkar og því verðum við að passa mjög vel upp á hann. Hann mun því ekki spila nema hann sé alveg 100% tilbúinn. Venjulega hefðum við sett hann í liðið um leið og við snúum aftur til London úr æfingaferðinni í næstu viku, en við vonumst til að hann geti spilað þegar við mætum Manchester United í leiknum um Góðgerðaskjöldinn," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×