Fótbolti

Spenntur fyrir Djurgården

fréttablaðið/stefán

Rúrik Gíslason býst við því að sænska félagið Djurgården bjóði honum samning. Rúrik hefur verið á æfingum undir stjórn Sigurðar Jónssonar alla vikuna og lýst vel á félagið.

„Þetta er flott umgjörð og allt í kringum klúbbinn er mjög virðulegt. Mér hefur gengið vel og ég býst við að mér verði boðinn samningur. Ég vil fara að fá að spila í hverri viku en hvort ég sem við Djurgården verður að koma í ljós. Það eru enn mörg önnur félög sem vilja fá mig," sagði Rúrik við Fréttablaðið í gær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×