Erlent

Tveir skotnir á Vesturbakkanum

Getty Images

Ísraelskir hermenn skutu tvo palestínska byssumenn til bana í bardaga í borginni Nablus á Vesturbakkanum snemma í morgun. Meira en tugur ísraelskra herjeppa og jarðýta óku inn í gömlu borgina í Nablus fyrir sólarupprás í morgun að sögn íbúa. Byssubardagi braust þá út á milli hersveita Ísraelsmanna og meðlima í herdeildum Píslarvotta Al Asqa, sem er herskár armur Fatah hreyfingar Mahmoud Abbas forseta Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×