Erlent

Stjórnmálaflokkar í Venesúela að renna saman í einn

Hugo Chavez
Hugo Chavez

Allt stefnir í að innan skamms starfi aðeins einn stjórnmálaflokkur í Venesúela. Haldinn hefur verið fundur með fulltrúum allra þingflokka þar sem drög voru lögð að samruna flokkanna í einn stóran sósíalistaflokk á bak við forseta landsins, Hugo Chavez. Yfirgnæfandi hluti þingmann úr öllum flokkum styðja forsetann. Sex miljónir landsmanna hafa sótt um vera meðlimir í flokknum. Vonast er til að með þessu fyrirkomulagi reynist auðveldara að leggja drög að framtíð landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×