Erlent

Leit haldið áfram að námumönnum

Yfirvöld í Utah segja að leit að námumönnum sem festust í Crandalls gljúfurs námunni fyrir þremur vikum verði haldið áfram. Tilraunir til að finna þá hafa verið árangurslausar hingað til. Í dag ætla þeir að láta sérstaka myndavél síga niður í námuna til að finna mennina. Vélin er af svipaðri gerð og tæki sem notuð voru í World Trade Center eftir að byggingarnar hrundu ellefta september 2001. Vélin getur tekið myndir í allt að 300 metra radius eftir að búið er að láta hana síga niður. Fjölskyldur námumannanna binda miklar vonir við að þeir finnist með hjálp myndavélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×