Erlent

Bandarísk stjórnvöld fordæma sprengjutilræði á Indlandi

Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í gær sprengjutilræði sem varð fjörutíu manns að bana í borginni Hyderabad á Indlandi á laugardag. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili á veitingastað og í skemmtigarði. Lögreglan á Indlandi segir að fleiri sprengjur hafi fundist áður en þær sprungu. Talið er að islamskir öfgahópar frá Pakistan og Bangladesh standi að baki tilræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×