Auknar greiðslur til foreldra langveikra barna 14. nóvember 2007 16:10 MYND/Pjetur Úrbætur verða gerðar á greiðslum til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi og var kynnt í dag. Í því eru lög sem sett voru árið 2006 um slíkar greiðslu endurskoðuð. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að vegna annmarka á núgildandi lögum hefðu aðeins tíu manns sótt um greiðslur á grundvelli laganna og þá var hópi alvarlegra veikra barna og alvarlega fatlaðra barna ekki tryggð fjárhagsaðstoð. Auk þess þóttu mánaðarlegar greiðslur of lágar en þær hafa numið um 95 þúsund krónum. Í hinu nýja frumvarpi er lagt til tvískipt kerfi. Annars vegar er um að ræða vinnumarkaðstengt kerfi og hins vegar félagslegt kerfi. Það fyrrnefnda nær til foreldra sem virkir eru á vinnumarkaði þegar barn þeirra veikist geta átt rétt á greiðslum sem tengdar eru tekjum þeirra. Þannig fær foreldri sem verið hefur samfellt þrjá mánuði á innlendum vinnumarkaði þegar barn þess greinist með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Þá er hægt að framlengja það um þrjá mánuði í alvarlegustu tilvikunum. Greiðslurnar eiga að nema 80 prósentum af meðaltali heildarlauna foreldris á tilteknum tíma. Þó getur hámarksfjárhæð ekki farið yfir 648 þúsund krónur á mánuði sem er sambærilegt við hámarksfjárhæð í fæðingarorlofskerfinu. Þeir foreldrar sem eru í námi þegar barn veikist eða er greint fatlað og þurfa að gera hlé á námi geta átt rétt á 130 þúsund krónum á mánuði í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Foreldrar ákveða sjálfir hvort og þá hvernig þeir skipta með sér rétti sínum til greiðslna en meginreglan er sú að foreldrar geta ekki átt rétt á greiðslum fyrir sama tímabil. Þó er lagt til það nýmæli að þegar barn nýtur líknandi meðferðar geta báðir foreldrar óskað eftir greiðslum fyrir sama tímabil í allt að þrjá mánuði. Félagslega kerfinu er ætlað að ná til foreldra alvarlegra langveikra eða mjög alvarlega fatlaðra barna óháð atvinnuþáttöku þeirra. Það getur náð til þeirra foreldra sem ekki hafa tekið virkan þátt í vinnumarkaði vegna ummönnunar barna sinna, eru utan vinnumarkaðar þegar barnið greinist eða geta ekki hafið störf að nýju þegar þeir hafa tæmt rétt sinn innan vinnumarkaðstengda kerfisins Getur foreldri átt sameiginlegan rétt á 130 þúsund króna mánaðarlegum grunngreiðslum með hinu foreldri barnsins. Auk þess er gert ráð fyrir viðbótargreiðslum vegna barna yngri en átján ára sem foreldri hefur framfærsluskyldu gagnvart að upphæð rúmlega 18 þúsund krónur. Árlegur kostnaður vegna beggja kerfanna er áætlaður um 250 til 310 milljónir króna en jafnframt er gert ráð fyrir kostnaðarauka er nemur 20 til 25 milljónum króna fyrstu árin. Gert er ráð fyrir að árlega kunni foreldrar um 85 barna að eiga rétt á tekjutengdum greiðslum innan vinnumarkaðstengda kerfisins en gert er ráð fyrir að foreldrar um 135 barna komi til með að eiga rétt innan félagslega kerfisins. Samtals er því gert ráð fyrir að foreldrar um 220 barna geti átt rétt á greiðslum innan heildarkerfisins. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Úrbætur verða gerðar á greiðslum til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi og var kynnt í dag. Í því eru lög sem sett voru árið 2006 um slíkar greiðslu endurskoðuð. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að vegna annmarka á núgildandi lögum hefðu aðeins tíu manns sótt um greiðslur á grundvelli laganna og þá var hópi alvarlegra veikra barna og alvarlega fatlaðra barna ekki tryggð fjárhagsaðstoð. Auk þess þóttu mánaðarlegar greiðslur of lágar en þær hafa numið um 95 þúsund krónum. Í hinu nýja frumvarpi er lagt til tvískipt kerfi. Annars vegar er um að ræða vinnumarkaðstengt kerfi og hins vegar félagslegt kerfi. Það fyrrnefnda nær til foreldra sem virkir eru á vinnumarkaði þegar barn þeirra veikist geta átt rétt á greiðslum sem tengdar eru tekjum þeirra. Þannig fær foreldri sem verið hefur samfellt þrjá mánuði á innlendum vinnumarkaði þegar barn þess greinist með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Þá er hægt að framlengja það um þrjá mánuði í alvarlegustu tilvikunum. Greiðslurnar eiga að nema 80 prósentum af meðaltali heildarlauna foreldris á tilteknum tíma. Þó getur hámarksfjárhæð ekki farið yfir 648 þúsund krónur á mánuði sem er sambærilegt við hámarksfjárhæð í fæðingarorlofskerfinu. Þeir foreldrar sem eru í námi þegar barn veikist eða er greint fatlað og þurfa að gera hlé á námi geta átt rétt á 130 þúsund krónum á mánuði í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Foreldrar ákveða sjálfir hvort og þá hvernig þeir skipta með sér rétti sínum til greiðslna en meginreglan er sú að foreldrar geta ekki átt rétt á greiðslum fyrir sama tímabil. Þó er lagt til það nýmæli að þegar barn nýtur líknandi meðferðar geta báðir foreldrar óskað eftir greiðslum fyrir sama tímabil í allt að þrjá mánuði. Félagslega kerfinu er ætlað að ná til foreldra alvarlegra langveikra eða mjög alvarlega fatlaðra barna óháð atvinnuþáttöku þeirra. Það getur náð til þeirra foreldra sem ekki hafa tekið virkan þátt í vinnumarkaði vegna ummönnunar barna sinna, eru utan vinnumarkaðar þegar barnið greinist eða geta ekki hafið störf að nýju þegar þeir hafa tæmt rétt sinn innan vinnumarkaðstengda kerfisins Getur foreldri átt sameiginlegan rétt á 130 þúsund króna mánaðarlegum grunngreiðslum með hinu foreldri barnsins. Auk þess er gert ráð fyrir viðbótargreiðslum vegna barna yngri en átján ára sem foreldri hefur framfærsluskyldu gagnvart að upphæð rúmlega 18 þúsund krónur. Árlegur kostnaður vegna beggja kerfanna er áætlaður um 250 til 310 milljónir króna en jafnframt er gert ráð fyrir kostnaðarauka er nemur 20 til 25 milljónum króna fyrstu árin. Gert er ráð fyrir að árlega kunni foreldrar um 85 barna að eiga rétt á tekjutengdum greiðslum innan vinnumarkaðstengda kerfisins en gert er ráð fyrir að foreldrar um 135 barna komi til með að eiga rétt innan félagslega kerfisins. Samtals er því gert ráð fyrir að foreldrar um 220 barna geti átt rétt á greiðslum innan heildarkerfisins.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira