Afhenda ekki bíla úr bílakirkjugarði Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. nóvember 2007 10:37 Bíll settur í bílahrúgu hjá Hringrás. MYND/Vilhelm Almenningur getur ekki fengið afhenta bíla sem fargað hefur verið í endurvinnslu Hringrásar í Sundahöfn. Tryggvi Sigurðsson skrifstofustjóri fyrirtækisins segir að almennt sé fólk að henda rúmlega 14-15 ára gömlum bílum. Þeir nýjustu séu um 10 ára. Bílarnir eru nánast allir það illa farnir að ekki borgi sig að gera við þá; „Þess vegna er fólk að losa sig við þá,“ segir Tryggvi. Þegar eigandi bifreiðar kemur með bíl til Hringrásar fær hann skilavottorð. Þetar búið er að leggja það inn er bíllinn skráður út úr kerfinu og eigandanum greitt skilagjald sem er 15 þúsund krónur. Þá er fyrirtækinu ekki leyfilegt að afhenda öðrum bílinn. „Þetta eru reglur frá ríkinu og þeim getum við ekki breitt" Tryggvi segir að einstaka sinnum sé hringt og spurt um bíla. Hann segir mjög sjaldgæft að heillegir bílar komi inn. „Ef bíll kemur hingað inn sem lítur vel út, er yfirleitt eitthvað mikið að honum sem ekki er sýnilegt. Það kemur vissulega fyrir að bíll sé heillegur, en það er afar sjaldgæft." „Þetta er brotajárnsfyrirtæki, ekki partasala og ekki bílasala heldur." Hjá Hringrás eru bílarnir pressaðir og sendir út. Allt sem hægt er að nýta er brætt, ál, járn og allt ryðfrítt. Þá er talað um gífurlegan orkusparnað við endurvinnsluna, „því það er mun ódýrara að framleiða járn með endurvinnslu en að framleiða nýtt járn," segir Tryggvi. Hjá Vöku sem einnig sér um förgun bíla, er hægt að fá varahluti úr ónýtum bílum. Tekið er lágmarksgjald fyrir það. En fyrirtækið afhendir ekki bíla í heilu lagi af sömu ástæðum og Hringrás. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Almenningur getur ekki fengið afhenta bíla sem fargað hefur verið í endurvinnslu Hringrásar í Sundahöfn. Tryggvi Sigurðsson skrifstofustjóri fyrirtækisins segir að almennt sé fólk að henda rúmlega 14-15 ára gömlum bílum. Þeir nýjustu séu um 10 ára. Bílarnir eru nánast allir það illa farnir að ekki borgi sig að gera við þá; „Þess vegna er fólk að losa sig við þá,“ segir Tryggvi. Þegar eigandi bifreiðar kemur með bíl til Hringrásar fær hann skilavottorð. Þetar búið er að leggja það inn er bíllinn skráður út úr kerfinu og eigandanum greitt skilagjald sem er 15 þúsund krónur. Þá er fyrirtækinu ekki leyfilegt að afhenda öðrum bílinn. „Þetta eru reglur frá ríkinu og þeim getum við ekki breitt" Tryggvi segir að einstaka sinnum sé hringt og spurt um bíla. Hann segir mjög sjaldgæft að heillegir bílar komi inn. „Ef bíll kemur hingað inn sem lítur vel út, er yfirleitt eitthvað mikið að honum sem ekki er sýnilegt. Það kemur vissulega fyrir að bíll sé heillegur, en það er afar sjaldgæft." „Þetta er brotajárnsfyrirtæki, ekki partasala og ekki bílasala heldur." Hjá Hringrás eru bílarnir pressaðir og sendir út. Allt sem hægt er að nýta er brætt, ál, járn og allt ryðfrítt. Þá er talað um gífurlegan orkusparnað við endurvinnsluna, „því það er mun ódýrara að framleiða járn með endurvinnslu en að framleiða nýtt járn," segir Tryggvi. Hjá Vöku sem einnig sér um förgun bíla, er hægt að fá varahluti úr ónýtum bílum. Tekið er lágmarksgjald fyrir það. En fyrirtækið afhendir ekki bíla í heilu lagi af sömu ástæðum og Hringrás.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira