Erlent

Dýrasta hús Svíþjóðar til sölu

Dýrasta hús Svíþjóðar er til sölu samkvæmt norrænum miðlum. Fram kemur að fyrir fjórum árum hafi það verið metið á um 100 milljónir danskra króna, jafnvirði um milljarðs íslenskra króna, en leynd hvílir yfir núverandi verði þess.

Húsið er litlir 1700 fermetrar og er í Djurgården í Stokkhólmi en það hefur meðal annars verið notað í sjónvarpsþáttaröðum og sem óperuskóli. Húsið er tæplega 90 ára gamalt og byggt í enskum stíl en það er nú í eigu sænsks fasteignamiðlara.

Sá mun ekki vera ánægður að búa í húsinu en hann reyndi að selja það fyrir fjórum árum en án árangurs. Reynir hann nú í annað sinn en ljóst er að húsið er ekki á færi hvers sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×