Matthías Guðmundsson er leikmaður 1. umferðar 16. maí 2007 07:00 Matthías er hér í hörkubaráttu í fyrsta leik FH á tímabilinu, gegn ÍA á útivelli. fréttablaðið/vilhelm Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins. „Þetta var mjög góður sigur og erum við í skýjunum með þetta enda ekki hvaða lið sem er sem sækir sigur á Skagann," sagði Matthías. Leikurinn fór fram í miklu roki en það virtist ekki koma niður á leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós. „Aðstæður voru erfiðar en ætli við séum ekki orðnir vanir þessu. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem við spilum í miklu roki eftir vorleikina," sagði hann. Hann segir það hafa verið gott fyrir sjálfstraustið að skora í sínum fyrsta deildarleik með nýju félagi. „Annars hefur mér verið afar vel tekið í FH og mér líður mjög vel þar. Þetta er flottur klúbbur með góðum leikmönnum. Boltinn sem liðið spilar hentar mér mjög vel. Mér hefur þó gengið upp og ofan á undirbúningstímabilinu og átt dapra leiki og góða. Það er ekki síst þess vegna sem ég er ánægður með að það gekk vel í fyrsta leik." FH var spáð titlinum í öllum spám sem birtust fyrir mótið. Matthías segist þó ekki finna fyrir neinum sérstökum þrýstingi. „Allir búast við því að við séum mjög sterkir og eigum að vinna alla leiki. Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér og reyni frekar að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna leikinn." FH fer til Keflavíkur á sunnudagskvöldið og er um toppslag að ræða því bæði liðin, ásamt Fylki, unnu sína leik í fyrstu umferðinni. Það er einnig hætt við því að leikið verður í roki, rétt eins og uppi á Skaga. Slíkt er algengt í Keflavík. „Þetta verður hörkuleikur og Keflvíkingar sýndu að þeir eru með sterkt lið með því að vinna KR á útivelli. Eftir að hafa litið á leikina í fyrstu umferðinni sýnist mér að öll lið líti mjög vel út og séu öll betri en þau voru í fyrra. Það er ljóst að hver einasti leikur verður erfiður. Það er klisja að segja það en engu að síður satt." eirikur@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins. „Þetta var mjög góður sigur og erum við í skýjunum með þetta enda ekki hvaða lið sem er sem sækir sigur á Skagann," sagði Matthías. Leikurinn fór fram í miklu roki en það virtist ekki koma niður á leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós. „Aðstæður voru erfiðar en ætli við séum ekki orðnir vanir þessu. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem við spilum í miklu roki eftir vorleikina," sagði hann. Hann segir það hafa verið gott fyrir sjálfstraustið að skora í sínum fyrsta deildarleik með nýju félagi. „Annars hefur mér verið afar vel tekið í FH og mér líður mjög vel þar. Þetta er flottur klúbbur með góðum leikmönnum. Boltinn sem liðið spilar hentar mér mjög vel. Mér hefur þó gengið upp og ofan á undirbúningstímabilinu og átt dapra leiki og góða. Það er ekki síst þess vegna sem ég er ánægður með að það gekk vel í fyrsta leik." FH var spáð titlinum í öllum spám sem birtust fyrir mótið. Matthías segist þó ekki finna fyrir neinum sérstökum þrýstingi. „Allir búast við því að við séum mjög sterkir og eigum að vinna alla leiki. Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér og reyni frekar að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna leikinn." FH fer til Keflavíkur á sunnudagskvöldið og er um toppslag að ræða því bæði liðin, ásamt Fylki, unnu sína leik í fyrstu umferðinni. Það er einnig hætt við því að leikið verður í roki, rétt eins og uppi á Skaga. Slíkt er algengt í Keflavík. „Þetta verður hörkuleikur og Keflvíkingar sýndu að þeir eru með sterkt lið með því að vinna KR á útivelli. Eftir að hafa litið á leikina í fyrstu umferðinni sýnist mér að öll lið líti mjög vel út og séu öll betri en þau voru í fyrra. Það er ljóst að hver einasti leikur verður erfiður. Það er klisja að segja það en engu að síður satt." eirikur@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira