Erlent

Skrá tölvupóstföng barnaníðinga

Dæmdir barnaníðingar í Bretlandi þurfa að skrá tölvupóstföng sín og spjallrásadulnefni hjá lögreglu nái ný lög fram að ganga. Lögin eru hugsuð til að vernda börn í netsamfélaginu. Ef barnaníðingar í Bretlandi gefa upp rangar upplýsingar um nafn og heimilisfang má refsa þeim með allt að fimm ára fangelsi og vill John Reid innanríkisráðherra láta reyna á að heimfæra þá löggjöf upp á netsamfélagið. Um helgina voru þrír menn hnepptir í varðhald í Bretlandi fyrir að ræna og nauðga tveimur ungum stúlkum sem þeir hittu á internetspjallrás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×