Erlent

Kvarnast úr Póllandsstjórn

Radek Sikorski, varnarmálaráðherra Póllands, sagði af sér í gær eftir að Jaroslaw Kaczynski forsætisráðherra lýsti efasemdum um verk hans, að því er talsmaður stjórnarinnar greindi frá í Varsjá.

Sikorski var einn fárra ráðherra hinnar veikburða ríkisstjórnar sem nutu viðurkenningar á alþjóðavettvangi, en hann hafði sterk tengsl við Bandaríkin. Afsögn hans er því sögð visst áfall fyrir stjórnina, nú þegar samningaviðræður eru að hefjast við Bandaríkjamenn um hugsanlega uppsetningu skotstöðvar fyrir eldflaugavarnakerfi í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×