Íslenski boltinn

Guðjón Þórðarson: Ekki fallegt - en árangursríkt

Guðjón Þórðarson var að vonum ánægður með sína menn í kvöld
Guðjón Þórðarson var að vonum ánægður með sína menn í kvöld Mynd/Vilhelm

Við töluðum um það fyrir leikinn að aginn, ástríðan og viljinn til að vinna leikinn yrði að vera til staðar. Við vörðumst vel og vörðumst af krafti, en engu að síður fengum við tvö bestu færin í leiknum þannig að það fer ekki alltaf saman magnið og gæðin," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna eftir sigurinn á Val í kvöld.

Þú verður að hafa gæði í því sem þú gerir og við náðum að stríða Völsurunum verulega hér í dag. Sumt af þessu þegar við vorum að verjast var kannski ekki fallegt, en það þarf ekki að vera fallegt. Aðalmálið var að halda hreinu og ég sagði það við strákana í hálfleik að ef við myndum halda hreinu í hálfleiknum myndum við vinna leikinn," sagði Guðjón í samtali við Þorstein Gunnarsson á Sýn í kvöld.

"Við getum bætt okkur töluvert en það sem var ánægjulegast var að það var karakter í liðinu. Við lendum undir gegn sterku liði Valsmanna en náum að koma til baka og klára leikinn. Menn héldu ró sinni og einbeitingu og það er fyrst og fremst það sem skiptir máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×