Fótbolti

Langt í land í Suður-Afríku

Blatter hefur áhyggjur af samgöngumálum í Suður-Afríku
Blatter hefur áhyggjur af samgöngumálum í Suður-Afríku NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, segir að þó vel gangi að reisa knattspyrnuleikvanga fyrir HM 2010 í Suður-Afríku, sé enn mjög langt í land með að landið nái að uppfylla kröfur sambandsins varðandi gistingu og samgöngur til að fá að halda keppnina.

Blatter hitti forseta Suður-Afríku í dag og lýsti þá meðal annars yfir áhyggjum sínum af samgöngumlálum í landinu, en talið er að um 350,000 gestir muni koma til landsins í tengslum við keppnina og taki þar með upp um 55,000 gistinætur á hótelum í Höfðaborg og víðar.

"Við höfum orðið varir við framfarir á sviði bygginga leikvalla en samgöngur eru vissulega áhyggjumál enn sem komið er. Hingað mun koma gríðarlegur fjöldi gesta og til að svo megi vera þarf að auka þjónustu í flugi, rútum og innanbæjarsamgöngum," sagði Blatter. Hann hefur þó ekki áhyggjur af aukinni umfjöllun um glæpatíðni í landinu, en hann segir að slík umfjöllun sé ætíð meira í sviðsljósinu þegar undirbúningur stórmóta standi yfir.

Þrátt fyrir þessar áhyggjur sínar segir Blatter það sama og hann hefur lýst yfir áður - að aðeins guðleg íhlutun geti komið í veg fyrir að keppnin verði haldin í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×