Fótbolti

Baptista fer aftur til Real

Baptista fagnar hér marki á móti Manchester City í vetur.
Baptista fagnar hér marki á móti Manchester City í vetur. MYND/AFP

Arsenal ákvað í dag að nýta sér ekki kauprétt sinn á Julio Baptista og senda hann aftur til Real Madrid. Brasilíumaðurinn, sem er 25 ára, skoraði 10 mörk í 35 leikjum en þar af voru aðeins þrjú mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Baptista kom til Arsenal á lánssamning og Jose Antonio Reyes fór frá Arsenal til Real Madrid í staðinn. Spænsku leiktíðinni er ekki enn lokið og engin ákvörðun hefur því verið tekin varðandi Reyes.

Baptista sagðist hafa skemmt sér vel í Englandi og hjá Arsenal. „Ég aðlagaðist vel en spilaði ekki nógu mikið í byrjun. Ég kláraði leiktímabilið þó mun betur. Fyrsta árið er mjög erfitt." sagði Baptista. „Enska deildin er mjög sterk með mörg mjög góð lið. Manchester United og Chelsea eru mjög góð og það er erfitt að keppa við þau."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×