Erlent

Padre Nuestro valin besta kvikmynd á Sundance

Leikstjóri og handritshöfundur Padre Nostre, sem valin var besta myndin.
Leikstjóri og handritshöfundur Padre Nostre, sem valin var besta myndin. MYND/AP

Sundance kvikmyndahátíðinni lauk í gær í Utah í Bandaríkjunum en hátíðin er ein fremsta hátíð óháðra kvikmyndagerðarmanna í heiminum. Skipuleggjendur hátíðarinnar sögðu síðasta ár hafa verið einstakt fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð og það endurspeglaðist í kvikmyndum hátíðinnar sem fjölluðu um alþjóðastjórnmál, stríð og fjölskyldulíf.

Kvikmyndin "Padre Nuestro" var valin besta kvikmynd hátíðarinnar en hún segir sögu ungs innflytjenda frá Mexíkó sem leitar föður síns í New York.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×