Erlent

Mirren og Whitaker unnu í flokki aðalhlutverka

Helen Mirren hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Elísabetu Bretadrottningu í myndinni The Queen.
Helen Mirren hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Elísabetu Bretadrottningu í myndinni The Queen. MYND/AP

Helen Mirren og Forest Whitaker hlutu í gær verðlaun leikarafélagsins Screen Actors Guild í Los Angeles. Ólíklegt þykir að Óskarsverðlaunaafhendingin komi mikið á óvart í flokkum aðalhlutverka, þar sem Mirren og Whitaker hlutu einnig gullhnetti fyrir hlutverk sín sem þjóðhöfðingjarnir Elísabet Bretadrottning og Idi Amin, einræðisherra í Úganda.

Eddie Murphy og Jennifer Hudson hlutu verðlaun fyrir aukahlutverk, bæði tvö fyrir myndina Dreamgirls sem lauslega er byggð á sögu söngtríósins The Supremes.

Leikararnir sem túlka tragikómíska fjölskyldu í Little Miss Sunshine hlutu verðlaun fyrir besta leikarahóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×