Erlent

Bóluefni gegn fuglaflensu virkar í 70% tilfella

Fuglaslátrun í Japan, þar sem fuglaflensuveiran H5N1, sem getur orðið mönnum að fjörtjóni, greindist í kjúklinum í síðustu viku.
Fuglaslátrun í Japan, þar sem fuglaflensuveiran H5N1, sem getur orðið mönnum að fjörtjóni, greindist í kjúklinum í síðustu viku. MYND/AP

Taívanskir vísindamenn segjast hafa fundið bóluefni við fuglaflensu sem verji fólk gegn sjúkdómnum í 70% tilfella. Vísindamennirnir hafa unnið að rannsóknum á veirustofninum H5N1 í 13 mánuði og prófað margar útgáfur af bóluefninu en engin hafi virkað jafn vel og þessi.

Vísindamennirnir segja Taívan að auki hafa yfir að ráða framleiðslutækni fyrir bóluefnið sem geri það kleift að bóluefnið geti verið komið í fjöldaframleiðslu fyrir árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×