Erlent

Harðir bardagar í Írak - 250 í valnum

Bandarískir hermenn munda rifflana nærri Najaf í gær.
Bandarískir hermenn munda rifflana nærri Najaf í gær. MYND/AP

Bandarískir og íraskir hermenn háðu harða bardaga í allan gærdag við áður óþekkt skæruliðasamtök í írösku borginni Najaf. Að kvöldi lágu 250 skæruliðar í valnum, að sögn lögreglu á staðnum. Einnig létust þrír íraskir hermenn og tveir bandarískir.

Skæruliðarnir voru vel vopnum búnir og sagðist ríkisstjórinn í Najaf hafa heimildir fyrir því að þeir hefðu ætlað að ráðast á sjíaklerka á einni mestu hátíð sjíamúslima, asjúra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×