Erlent

Anders Fogh stefnt fyrir að hafa sent danska hermenn til Íraks

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana. MYND/AP

Forsætisráðherra Dana, Anders Fogh Rasmussen, er stefnt fyrir rétt í dómsmáli sem hefst í dag í eystri landsrétti í Danmörku. Honum er gefið að sök að hafa brotið stjórnarskrána þegar hann sendi danska hermenn til að taka þátt í Íraksstríðinu árið 2003.

Stefnendur eru 26 danskir borgarar, þeirra á meðal foreldrar hermanns sem lét lífið í Írak.

Fyrsta verk réttarins er að ákveða hvort fólkið geti yfirhöfuð höfðað mál á þessum forsendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×