Fótbolti

Zlatan missir væntanlega af leiknum við Íslendinga

Zlatan Ibrahimovic er á leið undir hnífinn hjá sérfræðingi í Hollandi
Zlatan Ibrahimovic er á leið undir hnífinn hjá sérfræðingi í Hollandi NordicPhotos/GettyImages
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter Milan verður ekki meira með liði sínu á lokasprettinum í A-deildinni á Ítalíu og gæti misst af leikjum Svía við Ísland og Danmörku í undankeppni EM. Zlatan fer til Amsterdam í uppskurð vegna nárameiðsla á næstu dögum. Svíar mæta Dönum 2. júní og Íslendingum fjórum dögum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×