Erlent

Átta hæða hús hrynur í Tyrklandi

Björgunarfólk leitar í rústum átta hæða íbúðahúss í Istanbul.
Björgunarfólk leitar í rústum átta hæða íbúðahúss í Istanbul. MYND/AFP
Íbúðarblokk hrundi í Istanbul í Tyrklandi seinnipartinn í dag. Engar fréttir hafa borist af því hvort einhver hafi látist eða slasast en yfirvöld segja að flestir íbúanna hafi náð að forða sér þegar braka fór í húsinu. Óljóst er hve margir voru í húsinu sem er í evrópska hluta borgarinnar, en fjöldi björgunarfólk er á vettvangi.

Björgunarsveitamenn eru að grafa í rústum hússins sem hrundi snemma að kvöldi að tyrkneskum tíma. Borgarstjóri Istanbul segir ekkert vitað um orsakir þess að húsið hrundi. Hann segir einnig óljóst hve margir voru inni í húsinu því að þrátt fyrir að flestir hafi forðað sér út hafi nokkrir snúið aftur inn eftir eigum sínum áður en húsið hrundi. Fyrr á þessu ári lést kona þegar bygging hrundi í úthverfi Istanbul en lélegt verklag, skortur á reglugerðum og spilling hafa verið sagðar meginorsakir þess að fréttir af þessu tagi hafa verið nokkuð tíðar frá landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×