Erlent

Draga verulega úr útblæstri

Evrópusambandið samþykkir aðgerðir.
Evrópusambandið samþykkir aðgerðir. MYND/AP

Umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að aðildarríkjunum verði gert að draga úr útblæstri koltvísýrings um 20 prósent til ársins 2020. Enn fremur eru þeir reiðubúnir að draga úr útblæstrinum um 30 prósent ef önnur iðnríki gera slíkt hið sama.

Aðildarríkin 27 eiga þó enn eftir að koma sér saman um til hvaða aðgerða hvert þeirra verði að grípa til þess að ná þessu markmiði. Reiknað er með að sum ríkin taki á sig þyngri byrðar í þessum efnum en önnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×