Erlent

Condoleezza Rice komin í óvænta heimsókn til Bagdad

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er komin í óvænta heimsókn til Bagdad, höfuðborgar Íraks. Rice er á ferðalagi um Mið-Austurlönd og heimsækir meðal annars ísraelska ráðamenn í Jerúsalem. Mikil spenna er í Írak nú sem endranær og hafa bandarískar og íraskar hersveitir staðið í ströngu undanfarna daga við meiriháttar öryggisaðgerðir í landinu.

Bílsprengja sprakk í morgun í borginni Kirkuk og létust að minnsta kosti 6 manns og 32 særðust en sprengjan sprakk á fjölmennum markaði. Mikil spenna er í borginni en Kirkuk er í norðurhluta Íraks og var áður undir stjórn Kúrda. Þar búa nú ólíkir þjóðernishópar og er borgin miðstöð olíuframleiðslu. Í gær ályktaði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, George Bush, Bandaríkjaforseta, vegna áætlunar hans um fjölgun í bandaríska heraflanum í Írak en hann áætlaði að senda 21.500 hermenn til viðbótar. Ályktunin neyðir Bush þó ekki til að draga áætlun sína tilbaka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×