Samkomulag í loftslagsmálum Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 19:13 Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira