Siv á að segja af sér 4. mars 2007 18:32 Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira